Hjúkrunarheimilið Egilsstöðum vígt
Laugardaginn 21. mars var hjúkrunarheimilið Egilsstöðum vígt. Athöfnin hófst kl. 11 og var gestum og gangandi boðið að skoða bygginguna til kl. 15:00.
Hornsteinar arkitektar og Efla hf. eru hönnuðir. Hjúkrunarheimilið er á þremur hæðum, þar sem á fyrstu tveimur hæðunum verða 40 einstaklingsherbergi. Hægt er að sameina tvö einstaklingsherbergi og gera tveggja manna íbúð. Þriðja hæðin tengist með tengigangi yfir í neðrið hæð norðurenda heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Guðbjartur Á. Ólafsson var með tilsjón með verkinu fyrir hönd Framkvæmdasýslunnar