• Gamla-Hringbraut-lokun

29. janúar 2019

Hluti gömlu Hringbrautar lokar í febrúar 2019 vegna framkvæmda á Nýjum Landspítala - Hringbrautarverkefnið

Stefnt er að lokun 8. febrúar 2019 sem mun hafa nokkur áhrif á leiðakerfi strætó. 

Vegna framkvæmda á Nýjum Landspítala munu leiðir 1,3 og 6 nota nýjan veg á gatnamótum gömlu Hringbrautar og Barónsstígs og aka í staðinn inn á Hringbraut í febrúar 2019. Þetta á við báðar áttir. Leiðir 5 og 15 munu aka hjáleiðir til þess að komast milli gömlu Hringbrautar og Snorrabrautar. Á leið vestur munu vagnarnir aka frá Hlemmi og beygja inn Egilsgötu og Barónsstíg á leið sinni að gömlu Hringbraut. Á leið austur munu leiðirnar beygja inn á Barónsstíg og aka niður Bergþórugötu og inn á Snorrabraut á leið sinni á Hlemm. Strætó hefur gert myndband sem útskýrir þetta vel og finna má hér:hér

Frekari upplýsingar um breytingar má finna á: www.straeto.is

Hringbraut-straeto


Fréttalisti