Hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili á Húsavík
Skiladagur 6. mars
Framkvæmdasýsla ríkisins minnir á að lokaskil tillagna í hönnunarsamkeppni um nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík er föstudaginn 6. mars.
Um er að ræða 4.400 fermetra húsnæði sem ætlunin er að rísi á árunum 2021-2023. Samkeppni um hönnun hússins er unnin í samstarfi við Ríkiskaup og Arkitektafélag Íslands. Samkeppnin var auglýst á EES svæðinu og mun niðurstaða dómnefndar liggja fyrir 19. maí næstkomandi. Allar frekari upplýsingar og gögn má finna hér á vef Arkitektafélags Íslands og hér á vefsvæðinu Útboðsvefur.is .