• Nlsh_1538401520372

1. október 2018

Hringbrautarverkefnið - Framkvæmdafréttir

Framkvæmdir við bílastæði, lokun Vatnsmýrarvegar, lagnavinna og ný tenging fyrir strætó

Að meginhluta er um jarðvinnu fyrir nýjan meðferðarkjarna að ræða en einnig verður götuskipan, bílastæðum og lögnum breytt. Þær framkvæmdir sem standa yfir eru eftirfarandi:

Opnun bílastæða við BSÍ

1. Bílastæðareitur A – norðan megin við BSÍ reit (sjá nr. 1 á korti)

Búið er að opna nýja bílastæðareitinn við BSÍ. Þessi 150 bílastæði eru fyrir starfsmenn LSH og HÍ. Frágangi við stæðin er lokið og verið er að vinna í að setja upp lýsingu.Bsi

2. Bílastæðareitur B – norðan megin við BSÍ reit (sjá nr. 2 á korti)

  • Vinna við þennan bílastæðareit er langt komin. Stefnt er að því að malbika stæðin í lok vikunnar og frágangur gönguleiða, kantsteina og merkingar stæða fari fram í næstu viku.
  • Engar takmarkanir á umferð.Bsi2

Tímabundin lokun Vatnsmýrarvegar

3. Lagning hitaveitu og fráveitu undir Vatnsmýrarveg (sjá nr. 3 á korti)

Dagana 1.–15. október 2018 er ráðgert að grafa í sundur Vatnsmýrarveginn niður við
gatnamótin við Hringbraut. Fara þarf með hitaveitu- og frárennslislögn þvert undir
veginn. Af þessum sökum verður Vatnsmýrarvegurinn lokaður á þessu tímabili og er
ökumönnum bent á að fara um Njarðargötu í staðinn.

Líklegt er að lagnaskurðirnir verði fleygaðir en þó gæti þurft að sprengja klöppina en
vegna fjarlægðar frá starfsemi á það ekki að valda truflunum.

4. Vinna við bílastæði vestan Eirbergs (sjá nr. 4 á korti)

Undanfarna viku hefur vinna við frárennslislögn vestan Eirbergs átt sér stað og hefur það haft áhrif á fjölda bílastæða á svæðinu. Þegar lagnavinnu lýkur er áætlað að farið verði í gerð nýrra bílastæða á svæðinu sem fyrst og fremst verði ætluð fyrir sjúklinga.Vatnsmv

5. Bílastæðareitur D – austan Alaska reits (sjá nr. 5 á korti)

Byrjað er að vinna við gerð bráðabirgðabílastæða austan Alaska reits. Þetta hefur þau áhrif á meðan á framkvæmdum stendur að bílastæðum á malarsvæði sunnan gömlu Hringbrautar (sjá mynd) fækkar.
Áætlaður verktími við gerð þessara bílastæða er 7 vikur. Það má því búast við opnun þessara stæða í lok október eða byrjun nóvember.Alaska

6. Lagnavinna sunnan og vestan Læknagarðs (sjá nr. 6 á korti)

Verið er að leggja hitaveitu og frárennslislagnir sunnan Læknagarðs og vinna við hreinsunarsíu fyrir ofanvatn stendur yfir við horn Hringbrautar og Vatnsmýrarvegar, suðvestur af Læknagarði.

Þessar framkvæmdir hafa ekki áhrif á umferð eða starfsemi LSH eða HÍ en umferð vinnuvéla á sunnanverðri lóðinni (neðan gömlu Hringbrautar) getur orðið talsvert mikil vegna margra verkþátta sem þar er verið að vinna.

7. Ný tenging fyrir strætó milli Vatnsmýrarvegar og gömlu Hringbrautar (sjá nr. 7 á korti)

Hafin er vinna við gerð bráðabirgða vegtengingar fyrir strætó í beinni línu upp frá Vatnsmýrarvegi og upp á gömlu Hringbraut. Áætlaður verktími fyrir þennan framkvæmdalið er 4 vikur. Búast má við að opnun þessarar tengingar verði komin á upp úr miðjum október.

Skýringarmynd

Á eftirfarandi korti eru sýndir hringir utan um þau svæði þar sem framkvæmdir standa yfir.
Skýringarmynd

Nánari upplýsingar

  • Allar upplýsingar um framkvæmdina verða birtar á upplýsingasíðum NLSH, Landspítala og Háskóla Íslands og annarra hagsmunaaðila eftir því sem verða vill. Einnig mun upplýsingum verða reglulega komið á framfæri í fjölmiðlum ef miklar breytingar verða á umferðarfyrirkomulagi.
Nánari tæknilegar- og verkframkvæmdaupplýsingar veita:
  •  Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri NLSH, s. 841 7050, netfang: asbjorn@nlsh.is
  • Ólafur Birgisson, verkefnastjóri FSR, s. 896 7330, netfang: olafur.b@fsr.is
  • Aðrar almennar upplýsingar veitir Magnús Heimisson samskiptastjóri NLSH, s. 866 1378 eða í gegnum netfangið: magnus@nlsh.is.
  • Sértækar upplýsingar veitir, af hálfu Landspítala, Stefán Hrafn Hagalín, s. 897 3644, netfang: stefanhh@landspitali.is og frá Háskóla Íslands Björn Gíslason, s. 896 0876, netfang: bgisla@hi.is

Fréttalisti