Hringbrautarverkefnið - Framkvæmdafréttir
Framkvæmdir við bílastæði, lokun Vatnsmýrarvegar, lagnavinna og ný tenging fyrir strætó
Opnun bílastæða við BSÍ
1. Bílastæðareitur A – norðan megin við BSÍ reit (sjá nr. 1 á korti)
Búið er að opna nýja bílastæðareitinn við BSÍ. Þessi 150 bílastæði eru fyrir starfsmenn LSH og HÍ. Frágangi við stæðin er lokið og verið er að vinna í að setja upp lýsingu.
2. Bílastæðareitur B – norðan megin við BSÍ reit (sjá nr. 2 á korti)
- Vinna við þennan bílastæðareit er langt komin. Stefnt er að því að malbika stæðin í lok vikunnar og frágangur gönguleiða, kantsteina og merkingar stæða fari fram í næstu viku.
- Engar takmarkanir á umferð.
Tímabundin lokun Vatnsmýrarvegar
3. Lagning hitaveitu og fráveitu undir Vatnsmýrarveg (sjá nr. 3 á korti)
Dagana 1.–15. október 2018 er ráðgert að grafa í sundur Vatnsmýrarveginn niður viðgatnamótin við Hringbraut. Fara þarf með hitaveitu- og frárennslislögn þvert undir
veginn. Af þessum sökum verður Vatnsmýrarvegurinn lokaður á þessu tímabili og er
ökumönnum bent á að fara um Njarðargötu í staðinn.
Líklegt er að lagnaskurðirnir verði fleygaðir en þó gæti þurft að sprengja klöppina en
vegna fjarlægðar frá starfsemi á það ekki að valda truflunum.
4. Vinna við bílastæði vestan Eirbergs (sjá nr. 4 á korti)
Undanfarna viku hefur vinna við frárennslislögn vestan Eirbergs átt sér stað og hefur það haft áhrif á fjölda bílastæða á svæðinu. Þegar lagnavinnu lýkur er áætlað að farið verði í gerð nýrra bílastæða á svæðinu sem fyrst og fremst verði ætluð fyrir sjúklinga.
5. Bílastæðareitur D – austan Alaska reits (sjá nr. 5 á korti)
Byrjað er að vinna við gerð bráðabirgðabílastæða austan Alaska reits. Þetta hefur þau áhrif á meðan á framkvæmdum stendur að bílastæðum á malarsvæði sunnan gömlu Hringbrautar (sjá mynd) fækkar.Áætlaður verktími við gerð þessara bílastæða er 7 vikur. Það má því búast við opnun þessara stæða í lok október eða byrjun nóvember.

6. Lagnavinna sunnan og vestan Læknagarðs (sjá nr. 6 á korti)
Verið er að leggja hitaveitu og frárennslislagnir sunnan Læknagarðs og vinna við hreinsunarsíu fyrir ofanvatn stendur yfir við horn Hringbrautar og Vatnsmýrarvegar, suðvestur af Læknagarði.Þessar framkvæmdir hafa ekki áhrif á umferð eða starfsemi LSH eða HÍ en umferð vinnuvéla á sunnanverðri lóðinni (neðan gömlu Hringbrautar) getur orðið talsvert mikil vegna margra verkþátta sem þar er verið að vinna.
7. Ný tenging fyrir strætó milli Vatnsmýrarvegar og gömlu Hringbrautar (sjá nr. 7 á korti)
Hafin er vinna við gerð bráðabirgða vegtengingar fyrir strætó í beinni línu upp frá Vatnsmýrarvegi og upp á gömlu Hringbraut. Áætlaður verktími fyrir þennan framkvæmdalið er 4 vikur. Búast má við að opnun þessarar tengingar verði komin á upp úr miðjum október.Skýringarmynd
Á eftirfarandi korti eru sýndir hringir utan um þau svæði þar sem framkvæmdir standa yfir.
Nánari upplýsingar
- Allar upplýsingar um framkvæmdina verða birtar á upplýsingasíðum NLSH, Landspítala og Háskóla Íslands og annarra hagsmunaaðila eftir því sem verða vill. Einnig mun upplýsingum verða reglulega komið á framfæri í fjölmiðlum ef miklar breytingar verða á umferðarfyrirkomulagi.
- Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri NLSH, s. 841 7050, netfang: asbjorn@nlsh.is
- Ólafur Birgisson, verkefnastjóri FSR, s. 896 7330, netfang: olafur.b@fsr.is
- Aðrar almennar upplýsingar veitir Magnús Heimisson samskiptastjóri NLSH, s. 866 1378 eða í gegnum netfangið: magnus@nlsh.is.
- Sértækar upplýsingar veitir, af hálfu Landspítala, Stefán Hrafn Hagalín, s. 897 3644, netfang: stefanhh@landspitali.is og frá Háskóla Íslands Björn Gíslason, s. 896 0876, netfang: bgisla@hi.is