Hringbrautarverkefnið - Framkvæmdafréttir
Verið er að vinna við lagnaskurð sunnan Barnaspítala. Framkvæmdir standa yfir við gamla spítalann, Læknagarð og sjúklingabílastæði við Eirberg.
Að meginhluta er um jarðvinnu fyrir nýjan meðferðarkjarna að ræða en einnig er verið að breyta götuskipan, bílastæðum og lögnum. Staða framkvæmda og fréttir af verkefninu eru eftirfarandi:
Vinna við lagnaskurð við Barnaspítala (sjá nr. 1 á korti)
Framkvæmdir standa yfir við lagnaskurð sunnan Barnaspítala. Fljótlega verður byrjað á þverun Laufásvegar niður við gömlu Hringbraut. Áætlað er að sá verkþáttur taki um fimm vikur og á meðan verður Laufásvegur lokaður milli gömlu Hringbrautar og Barónsstígs. Gert er ráð fyrir að búið verði aðfylla aftur í skurðinn frá Laufásvegi að aðalanddyri Barnaspítalans um miðjan desember 2018.
Athygli er vakin á því að einungis er leyfilegt að sprengja þrisvar sinnum yfir daginn, kl. 11.00, 14:30 og 17:30.
Framkvæmdir við gamla spítalann (sjá nr. 2 á korti)
Gatnagerð fyrir framan gamla spítalann er
hafin og hefur orðið fækkun þar á bílastæðum.
Athygli er vakin á nýjum bílastæðum við BSÍ . Í
vikunni er gert ráð fyrir að byrjað verði að
fjarlægja tröppur framan við gamla spítala og
vinna við það taki um tíu daga.
Framkvæmdir neðan gömlu Hringbrautar og við Læknagarð
Verktaki er að vinna við gatnagerð neðan gömlu Hringbrautar og undirbúa athafnasvæði
fyrir verktaka sem verður á gamla Alaska
reitnum. Einnig er verktaki að byrja gröft fyrir
meðferðarkjarna neðan gömlu Hringbrautar
og setja upp þvottastöð fyrir vinnuvélar á
malarplaninu við Læknagarð. (sjá nr. 3 á korti).
Bílastæði neðan gömlu Hringbrautar eru því
meira og minna að fara undir framkvæmdasvæði.
Fyrirhugað er að stækka eins og hægt
er bílaplan vestan Læknagarðs
(sjá nr. 4 á korti).
Sjúklingabílastæði við Eirberg (sjá nr. 5 á korti)
Unnið er að gerð nýrra bílastæða fyrir
sjúklinga við Eirberg. Lokið verður við gerð
nýrra bílastæða vestan við Eirberg í vikunni og
framkvæmdir við bílastæði norðan við Eirberg
hefjast í vikunni.
Framkvæmdir sem hefjast á næstu mánuðum eru:
Jarðvinna fyrir tengigang frá aðalinngangi Barnaspítala
Áætlað er að byrja á jarðvinnu fyrir tengigang frá aðalinngangi Barnaspítala í síðustu viku nóvember 2018. Uppsteypun, fylling og malbikun á því svæði mun standa fram til lok janúar 2019. Á sama tíma verður unnið við stóra lagnaskurðinn og götustæði Efri götu frá tengiganginum til austurs framhjá Kvennadeild og svo enn lengra í austur framhjá gamla spítalanum.Vinna við inngarð Barnaspítala
Áætlað er að vinna við inngarð við Barnaspítala hefjist um miðjan desember 2018 og að þeirri
vinnu ljúki í lok janúar 2019. Komið hefur í ljós að sú aðgerð er öllu viðameiri en
upphaflega var áætlað.
Lokun gömlu Hringbrautar 7. janúar 2019 vegna jarðvinnu meðferðarkjarnans
Stefnt er að lokun gömlu Hringbrautar 7. janúar 2019 sem mun hafa breytingar í för með sér á umferð og samgöngum, meðal annars á leiðakerfi Strætó bs. Lokun gömlu Hringbrautar markar upphaf á jarðvinnu fyrir meðferðarkjarnann.
Skýringarmynd
Á eftirfarandi korti eru hringir utan um þau svæði þar sem framkvæmdir standa yfir.Nánari upplýsingar
- Allar upplýsingar um framkvæmdina verða birtar á upplýsingasíðum NLSH, Landspítala og Háskóla Íslands og annarra hagsmunaaðila eftir því sem verða vill. Einnig mun upplýsingum verða reglulega komið á framfæri í fjölmiðlum ef miklar breytingar verða á umferðarfyrirkomulagi.
Nánari tæknilegar- og verkframkvæmdaupplýsingar veita:
- Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri NLSH, s. 841 7050, netfang: asbjorn@nlsh.is
- Ólafur Birgisson, verkefnastjóri FSR, s. 896 7330, netfang: olafur.b@fsr.is
- Aðrar almennar upplýsingar veitir Magnús Heimisson samskiptastjóri NLSH, s. 866 1378 eða í gegnum netfangið: magnus@nlsh.is.
- Sértækar upplýsingar veitir, af hálfu Landspítala, Stefán Hrafn Hagalín, s. 897 3644, netfang: stefanhh@landspitali.is og frá Háskóla Íslands Björn Gíslason, s. 896 0876, netfang: bgisla@hi.is