10. desember 2019

Hús íslenskunnar rís - heimildaþáttaröð, 1. þáttur

Framkvæmdasýslan í samstarfi við Happdrætti Háskóla Íslands og Ístak stendur að gerð stuttra heimildarþátta um bygging Húss íslenskunnar. 

 

 

Fyrsti þátturinn fjallar um tilgang og tilurð byggingarinnar. 

Verulega hefur þrengt að starfsemi Árnastofnunar, en stofnunin er í byggingu sem reist var sérstaklega fyrir hana fyrir um hálfri öld. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hefur starfsemi stofnunarinnar vaxið mikið í sniðum og árið 2005 var orðið ljóst að byggja þyrfti myndarlega byggingu til að starfsemi Árnastofnunar gæti haldið áfram að blómstra.

Í nýju byggingunni, sem áætlað er að verði vígð í lok sumars 2023, verður meðal annars vönduð geymslu- og rannsóknaraðstaða auk þess sem mögulegt verður að sýna handritin, sem nú er illmögulegt. 

Þá mun íslenskudeild Háskólans verða til húsa í byggingunni. 

Í myndinni hér að neðan er rætt við Katrínu Jakobsdóttur, Lilju Dögg Alfreðsdóttur og Guðrúnu Nordal um tilgang og tilurð byggingarinnar.

 


Fréttalisti