• Hellissandur-Arkis_1549893254981

11. febrúar 2019

Í útboði: Þjóðgarðsmiðstöð Hellissandi - Jarðvinna

FSR, fyrir hönd umhverfis- og auðlindaráðuneytis, kynnir opið útboð á framkvæmdum við jarðvinnu og að girða af verksvæði fyrir fyrirhugað hús þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi. 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið í samvinnu við Umhverfisstofnun hyggjast láta byggja þjónustumiðstöð í Þjóðgarði Snæfellsjökuls á Hellissandi út frá samkeppnistillögu Arkís arkitekta ehf. Aðilar hönnunarteymis eru Arkís arkitektar ehf., EFLA hf., Liska ehf. og Verkís hf.

Byggingin mun hýsa þjónustumiðstöð þjóðgarðsins með sýningar- og kennsluaðstöðu, auk rýma fyrir starfsmenn þjóðgarðsins, svo sem skrifstofur, geymslur og aðstöðu fyrir þjóðgarðsverði, um 710 m2.

Byggingin mun samanstanda af tveimur megin byggingum sem tengjast saman með miðrými. Önnur byggingin mun hýsa umsýslu fyrir daglegan rekstur þjóðgarðsins en hin starfsemi sem snýr að kennslu, fræðslu og upplýsingastarfi á hans vegum. 

Í opnu útboði er nú gröftur fyrir húsi, bílaplani, lögnum og fyllingu undir sökkla og burðarlags undir bílastæði á lóð. Útboðsgögn eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum, þriðjudaginn 26. febrúar 2019 kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Byggingin verður hönnuð og byggð í samræmi við alþjóðlega umhverfisvottunarkerfið BREEAM


Fréttalisti