Lokun Suðurgötu vegna framkvæmda við Stofnun Vigdíar Finnbogadóttur
Loka þarf hluta af Suðurgötu tímabundið vegna framkvæmda við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Um er að ræða svæði á milli Brynjólfsgötu og Sturlugötu, sjá nánari útfærslu á afstöðumynd.
Lokunin mun vara frá og með föstudeginum 4. mars 2016 út áætlaðan verktíma sem er 20 vikur og reiknað er með að umferð verði aftur hleypt á í lok september 2016.
Nánari upplýsingar um verkið er að finna undir verkefniskynningu.