Vegna andláts Óskars Valdimarssonar
Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, lést á heimili sínu 23. nóvember 2104. Óskar hóf störf fyrir FSR árið 1996 og var forstjóri frá árinu 1999. Óskar var húsasmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík, byggingarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og frá University of Alberta, Kanada og stjórnsýslufræðingur (MPA) frá Háskóla Íslands. Óskar greindist með krabbamein við lunga (mesothelioma) árið 2013. Eftirlifandi eiginkona Óskars er Jónína Ólafsdóttir. Óskar lætur eftir sig dóttur og stjúpdóttur.