• Tillaga Landsmótunar sf

26. maí 2014

Sýning á tillögum að skipulagi og hönnun Geysissvæðisins í Haukadal

Tillögur um skipulag og hönnun Geysissvæðisins í Haukadal hafa verið til sýnis að Geysi. Nú er komið að höfuðborgarsvæðinu og verða tillögurnar sýndar almenningi á jarðhæð Perlunnar frá og með 23. maí. 

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti Bláskógabyggð styrk til þess að efna til samkeppninnar, sem var haldin í samvinnu við landeigendur Geysissvæðisins. Samkeppnin fór fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Samtals bárust 14 tillögur í keppnina og voru niðustöður kynntar að Geysi 6. mars síðastliðinn. Dómnefnd var samhljóma um niðustöðuna en 1. verðlaun hlaut hópurinn Landsmótun sf. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér. 


Fréttalisti