4. júlí 2014

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hlýtur 100 milljónir í styrk

Á vef Morgunblaðsins í dag er greint frá því að A.P. Möller Fonden sjóðurinn í Danmörku hefur veitt Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur styrk upp á 100 milljónir til að mæta kostnaði við nýbyggingu fyrir alþjóðlega miðstöð tungumála og menningar, kennda við Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands og velgjörðarsendiherra tungumála hjá UNESCO.


Fréttalisti