Hugmyndasamkeppni um Geysissvæðis í Haukadal
Dómnefnd hefur nú lokið störfum varðandi hugmyndasamkeppni um Geysissvæðið í Haukadal.
Fimmtudaginn 6. mars 2014 kl. 16:30 verða vinningstillögur kynntar samkvæmt niðurstöðu dómnefndar og verðlaun veitt. Einnig verður opnuð sýning á öllum innsendum keppnistillögum. Hægt verður að nálgast niðurstöður dómnefndar á síðu FSR þegar þær hafa verið kynntar.
Stórum og mikilvægum áfanga er náð varðandi Geysissvæðið og framtíðarsýn þess!
Starfsfólk FSR óskar aðilum til hamingju með áfangann.