Íslandsmót iðn- og verkgreina
Helgina 6. - 8. mars verður Íslandsmót iðn- og verkgreina haldið í Kórnum í Kópavogi.
Framhaldsskólar landsins taka þátt í mótinu og verða með kynningu á starfsemi sinni. Á Íslandsmótinu er fyrst og fremst ætlað að kynna iðn- og verkgreinar fyrir ungu fóli til að vekja athygli á þessum greinum og þeim fjölmörgu tækifærum sem felast í námi og störfum í iðngreinum.
Frekari upplýsingar um mótið og dagskrá er að finna á vef Verkiðnar.