12. febrúar 2014

Útboðsþing Samtaka iðnaðarins haldið 14. febrúar

Útboðsþing Samtaka iðnaðarins verður haldið á Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 14. febrúar kl. 13:00-16:30. Á þinginu verður gefið yfirlit yfir helstu útboð opinberra aðila á verklegum framkvæmdum.

Dagskrá:

Setning: Kristrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri SI
Reykjavíkurborg: Dagur B. Eggertsson, formaður Borgarráðs
Framkvæmdasýsla ríkisins: Halldóra Vífilsdóttir, aðstoðarforstjóri,
Faxaflóahafnir: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri
Landsvirkjun: Valur Knútsson, yfirverkefnisstjóri um byggingu Bjarnarflags- og Þeistareykjavirkjana
Landsnet, HS Orka og fleiri: Árni Jóhannsson, SI
Orkuveita Reykjavíkur: Hildigunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri þróunar
Vegagerðin: Rögnvaldur Gunnarsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar

Fundarstjórar: Kristrún Heimisdóttir og Árni Jóhannsson

Þingið er haldið á vegum Samtaka iðnaðarins, Félags vinnuvélaeigenda og Mannvirkis - félags verktaka.


Fréttalisti