7. febrúar 2014

Nýtt 60 íbúða hjúkrunarheimili í Hafnarfirði

Í Hafnarfirði er í hönnun nýtt 60 íbúða hjúkrunarheimili við Hádegisskarð 1.

Guðbjartur Á. Ólafsson, verkefnastjóri, hefur tilsjón með verkinu fyrir hönd FSR. Verkkaupi er Hafnarfjarðabær. Úti og Inni arkitektar hafa unnið að tillögu sem byggir fyrst og fremst á Eden-stefnu varðandi uppbyggingu og rekstur, sem þýðir að reynt er að hafa starfsemina sem líkasta hefðbundnu heimili. Jafnframt byggir starfsemin á að tryggja samveru íbúa og koma í veg fyrir einangrun þeirra.Hádegisskarð

Aðkoma á svæðinu er frá Bergskarði við hringtorg. Austast á lóðinni við aðalgötuna er gert ráð fyrir að rísi þjónustubygging fyrir svæðið, þar sem skal koma fyrir þjónustu við íbúa auk þess sem mælt er með því að verslanir/kaffihús nýtist öllum íbúum á svæðinur.

Tillagan byggir á því að mynda 6 einingar, sem innihalda 10 dvalarrými ásamt sameiginlegri aðstöðu. Sameiginlegt rými er í miðjunni, þar sem önnur rými opnast inn að. Inngarður brýtur upp sameiginlega rýmið, sem gefur birtu og möguleika á útiveru í skjóli. Einingarnar 10 tengjast saman líkt og keðja sjálfstæðra húsa um sameiginlegan gang.Grunmynd

Hönnun hjúkrunarheimilisins skal taka mið af vistvænum þáttum s.s. vistvænu byggingarefni og nýtingu orku og vatns. Einnig skal unnið með hraun sem viðbót við hverfisverndað hraun.


Fréttalisti