• Hús íslenskra fræða

17. janúar 2014

Grunnur Húss íslenskra fræða notaður í verkefni HÍ

Nemendur í setlagafræði við jarðvísindadeild Háskóla Íslands hafa notað grunn Húss íslenskra fræða til æfinga síðast liðið haust.

Nemendur höfðu mikið gagn og gaman að þessar vinnu og lýstu almennt yfir ánægju sinni yfir að fá að skoða háskólahverfið á þennan sérstaka og einstaka máta.

Verkefni nemenda var að skoða og skrá setlög í grunninum þar sem Reykjavíkurgrágrýtið myndar þykkt hraunlag sem liggur undir setlögunum og birtast í opnum sem hafa verið rannsökuð meðal annars á Seltjarnarnesi, við Fossvoginn, flugvöllinn í Reykjavík og í Háskólagrunninum.


Fréttalisti