6. janúar 2014

Tvö verkefni Vistbyggðaráðs hljóta styrki frá Norræna Nýsköpunarsjóðinum

Tvö samnorræn verkefni sem Vistbyggðarráð er þátttakandi í hljóta styrki frá Norræna Nýsköpunarsjóðnum. Verkefnið Nordic Framework for Sustainable Urban Development fékk styrk upp á 68 milljónir króna og Nordic Guide for Sustainable Design fékk styrk upp á 36 milljónir króna. Alls bárust 47 umsóknir í sjóð Nordic Built, sem er einn af kyndil verkefnum Norræna Nýsköpunarsjóðsins. Veittir voru styrkir til 13 samnorrænna verkefna upp á samtals 2,9 milljarða. Markmiðið með styrkveitingunum er að hafa afgerandi áhrif á þróun Norræns byggingamarkaðar í átt til frekar sjálfbærni.

Að verkefninu Nordic Framework for Sustainable Urban Development koma háskólastofnanir og höfuðborgir að verkefninu sem samstarfsaðilar. Hérlendis eru það Reykjavíkurborg og Háskólinn í Reykjavík.

Verkefnið Nordic Guide for Sustainable Design mun án efa vera mikil hvatning til enn frekari samstarfs, hvort sem það verður með Breeam-Nordic eða í almennu samstarfi.

Spennandi ár framundan hjá Vistbyggðaráði !


Fréttalisti