Framkvæmdir við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur boðnar út
Síðastliðin laugardag voru framkvæmdir við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur boðnar út. Verkkaupi er mennta- og menningarmálaráðuneytið fyrir Háskóla Íslands. Aðalhönnuður er arkitektur.is en Verkís hf. sér um verkfræðihönnun. Auk þess sér Trivium um hljóðhönnun og Hornsteinar arkitektar um BREEAM vottun. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur (SVF) í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands á að hýsa alþjóðlega miðstöð til kennslu, rannsókna og þekkingarmiðlunar á vettvangi tungumála og menningar. Stofnunin hefur hlotið vottun UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
http://www.ruv.is/frett/framkvaemdir-vid-hus-vigdisar-hefjast-bratt