• Radstefnusalur
  • Framleidslulina
  • File-1_1551282027077

27. febrúar 2019

Framkvæmdum að mestu lokið við nýja viðbyggingu og endurbætur á byggingu nr. 179 á Keflavíkurflugvelli

Framkvæmdasýslan hefur annast umsjón og eftirlit við nýja viðbyggingu og endurbætur á byggingu nr. 179 á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Verkið hófst í júlí 2018 og lýkur að fullu 29. mars 2019 samkvæmt samningum. 

Verkefnið fólst í að endurnýja matsal, eldhús og snyrtingar húsnæðisins og byggja 125 fermetra viðbyggingu með starfsmannaaðstöðu. Þá var línlager á 1. hæð og anddyri tekið í gegn. Á efri hæð hússins er skrifstofu- og tæknirými sem gert var lítillega við en skipt var um loftræstisamstæðu og tilheyrandi búnað.

Nýi matsalurinn tekur um 200 manns í sæti og getur einnig nýst sem ráðstefnusalur fyrir gesti og hópa sem koma á æfingar og sinna loftrýmisgæslu.

Bygging nr. 179 er eftir breytingar tæpir 1.000 fermetrar með nýju viðbyggingunni og er á tveimur hæðum að hluta til.
 

  • Aðalverktaki er Bergraf ehf.
  • Hönnunarteymi verksins samanstóð af JeES arkitektum ehf. og verkfræðistofunum Eflu hf., RISS ehf. og OMR ehf.
  • Verkkaupi er Landhelgisgæsla Íslands.


Fréttalisti