22. maí 2018

Nýr starfsmaður hjá FSR

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur fengið til liðs við sig nýjan verkefnastjóra

Gudrun-fanney

Framkvæmdasýsla ríkisins auglýsti eftir verkefnastjóra í mannvirkjagerð í mars síðastliðnum.

Guðrún Fanney er arkitekt FAÍ frá Ecole Nationale Supérieure d'Architecture de Paris-La Villette. Hún hefur víðtæka reynslu í hönnun mannvirkja og gerð skipulags og hefur starfað á arkitektastofum bæði í París og á Íslandi. Þá hefur hún einnig rekið, ásamt fleirum, arkitektastofurnar Tangram, arkitektur.is og Arkstudio.

Hún hefur löggildingu sem arkitekt og er á skrá Skipulagsstofnunar yfir skipulagsráðgjafa.

Guðrún Fanney er boðin hjartanlega velkomin til starfa hjá FSR. 


Fréttalisti