Nýr verkefnastjóri hjá FSR
Framkvæmdasýsla ríkisins hefur fengið til liðs við sig verkefnastjóra umhverfismála

Árin 2008-2017 starfaði hún í hlutastarfi, með hléum, hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem hún aðstoðaði við rannsóknir og sinnti ýmiss konar gagnaúrvinnslu. Sumrin 2012-2014 vann hún við rannsóknar- og nýsköpunarverkefnið Eyðibýli á Íslandi. Verkefnið fólst í því að skrásetja og meta um 750 eyðibýli allt í kringum landið. Olga gegndi hlutverki verkefnastjóra þess verkefnis sumrin 2013 og 2014.
Olga er boðin hjartanlega velkomin til starfa hjá FSR.