3. júlí 2018

Nýr starfsmaður hjá FSR

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur fengið til liðs við sig nýjan verkefnastjóra. 
Ólafur M. Birgisson

Ólafur M. Birgisson hóf störf hjá FSR í dag. Ólafur er með B.Sc. próf í byggingatæknifræði frá Tækniskóla Íslands. Hann starfaði sem skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðarbæjar 1998 til 2000, var sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps 2000 til 2004, vann hjá Línuhönnun (nú EFLA) 2005 til 2009 við eftirlit með byggingu Kárahnjúkastíflu, vann hjá SWECO 2009 til 2011 sem verkefnastjóri við byggingu vatnsaflsvirkjunar í Laos, vann hjá Statkraft 2011 til 2013 sem staðgengill staðarstjóra við byggingu vatnsaflsvirkjunar í Tyrklandi og vann hjá AGL 2013 til 2018 sem staðarstjóri við byggingu vatnsaflsvirkjunar í Georgíu. 

Við bjóðum Ólaf hjartanlega velkominn til starfa hjá FSR. 


Fréttalisti