Nýtt skipurit FSR
Þann 1. maí 2018 tók gildi nýtt skipurit FSR með tveimur nýjum fagsviðum og stoðþjónustu.
Í nýju skipuriti FSR skiptist starfsemi FSR á fjögur svið. Tvö ný fagsvið sinna kjarnastarfsemi FSR, rekstrarsvið sinnir rekstrartengdum þáttum og stoðþjónusta sinnir upplýsingamálum og ýmsum stoð- og sérverkefnum tengt kjarnastarfsemi.
Meginverkefni sviða í nýja skipuritinu eru eftirfarandi:
Fagsvið frumathugana og áætlunargerðar
Sviðsstjóri: Örn Baldursson
- Utanumhald verkefna á sviði frumathugana og áætlunargerðar
- Húsnæðisöflun, leigusamningar og skilgreining stærðarviðmiða
- Innleiðing og miðlun nýjunga tengt vinnuumhverfi
- Innleiðing BIM og vistvænna áherslna í verkefnum FSR
Fagsvið verklegra framkvæmda og skilamats
Sviðsstjóri: Ármann Óskar Sigurðsson
- Utanumhald verkefna á sviði verklegra framkvæmda og skilamats
- Eftirfylgni leigusamninga (samningsvöktun)
- Þróun og innleiðing viðmiða er stuðlað geta að heilbrigðri þróun verktakamarkaðar og aukinni samkeppni
- Utanumhald og þróun kostnaðarbanka FSR í samvinnu við rekstrarsvið
Rekstrarsvið
Sviðsstjóri: Guðni Geir Jónsson
- Umsjón með fjármálum og rekstrarbókhaldi FSR
- Verkbókhald og tengd þjónusta vegna verka í bókhalds- og greiðsluþjónustu hjá FSR
- Aðstoð við gerð og uppfærslu verkkaupasamninga og greiðsluáætlana
- Utanumhald og þróun kostnaðarbanka FSR í samvinnu við fagsvið
Stoðþjónusta
Stoðþjónusta heyrir beint undir forstjóra
- Upplýsinga- og útgáfumál
- Skráning ríkiseigna
- Ýmis stoð- og sérverkefni tengd kjarnastarfsemi FSR