Opnun tveggja tilboða - Hringbrautarverkefnið
Í vikunni var opnun tilboða í fullnaðarhönnun á nýju rannsóknarhúsi og í jarðvinnu við nýtt þjóðarsjúkrahús.
Fjögur tilboð bárust í fullnaðarhönnun nýs rannsóknahúss sem er hluti af heildaruppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut. Kostnaðaráætlun verksins er kr. 670.890.000. Öll tilboð voru undir kostnaðaráætlun. Sjá má öll tilboðin sem bárust hér. Þá bárust líka fjögur tilboð í jarðvinnu við nýtt þjóðarsjúkrahús. Um er að ræða framkvæmdir við jarðvinnu fyrir meðferðarkjarnann, götur, göngustíga, bílastæði og annan lóðafrágang, ásamt fyrirhuguðum bílakjallara.
Kostnaðaráætlun verksins er kr. 3.409.800.000. Þrjú af tilboðunum sem bárust voru undir kostnaðaráætlun. Tilboðin sem bárust er að finna hér.