Hvaða steinsteypta mannvirki verður mannvirki ársins árið 2019?
Steinsteypufélag Íslands óskar eftir tilnefningum til Steinsteypuverðlaunanna 2019 til 20. janúar næstkomandi.
Stjórn Steinsteypufélags Íslands hefur ákveðið að velja steinsteypt mannvirki ársins árið 2019. Veitt verður viðurkenning fyrir mannvirki á Íslandi þar sem saman fer áhugaverð og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi. Viðurkenningin verður afhend á Steinsteypudeginum 15. febrúar 2019. Tekið er við tilnefningum til 20. janúar 2019 og óskað eftir að þær verði sendar á netfangið steinsteypufelag@steinsteypufelag.is.
Á vefsíðu Steinsteypufélagsins kemur fram að við valið verði haft að leiðarljósi að mannvirkið:
- Sýni steinsteypu á áberandi hátt.
- Sé framúrskarandi vegna arkitektúrs, verkfræðilegra lausna, gæði steinsteypu og handverks.
- Búi yfir frumleika og endurspegli þekkingu í meðferð og notkun steinsteypu. Gæði og áferð steinsteypu vega þungt í mati.
- Auðgi umhverfið, inniberi gæði, glæsileik og nytsemi og sýni augljósan metnað í samhengi við umhverfi sitt.
- Sé byggt á síðustu fimm árum og sé í notkun.
- Viðurkenningin verður veitt mannvirkinu og þeim aðilum sem að því standa, svo sem verkkaupa, hönnuðum og framkvæmdaaðilum.
Óskað er eftir því að ábendingar berist félaginu fyrir 20. janúar 2018. Þeim fylgi eftirtalin gögn og upplýsingar:
- heiti mannvirkis, staðsetning og eigandi
- verkkaupi
- hönnunarteymi
- framkvæmdaaðili og framkvæmdaár
- hvenær tekið í notkun
- stutt lýsing á mannvirki, kennistærðir og hlutverk steinsteypu
- ljósmyndir og, ef vill, myndbönd (teikningar óþarfar)