Óskað er eftir verðtilboðum í leigu og uppsetningu á sviðspöllum
Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd skrifstofu Alþingis, óskar eftir verðtilboðum frá þjónustuaðilum í leigu og uppsetningu sviðspalla á Þingvöllum í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands.
Tilboðin skulu berast eigi síðar en 6. apríl 2018 á netfangið vifill.b@fsr.is merkt „Sviðspallar“. Um er að ræða 470-600 m2 af sviðspöllum úr einingum sem setja þarf upp og stilla af á Þingvöllum fyrir 18. júlí 2018.
Frekari upplýsingar um umfang er að finna í verklýsingu sem hægt er að nálgast hjá verkefnastjóra, vifill.b@fsr.is.
Verðkönnun á grundvelli auglýsingar er samkvæmt 24. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016.