8. júní 2020

Rósa Gísladóttir sigraði samkeppni um listskreytingu í nýbyggingu Byggðastofnunar

Listakonan Rósa Gísladóttir var valin sigurvegari í samkeppni um listskreytingu í nýbyggingu Byggðastofnunar á Sauðárkróki, sem lauk í síðustu viku.

Verk Rósu ber nafnið Eldflaugin og Demanturinn. Dómnefnd, sem skipuð var Árna Ragnarssyni arkitekt, Ásdísi Spanó myndlistarmanni og Baldri Ó. Svavarssyni arkitekt byggingarinnar hafði meðal annars þetta að segja um verkið:

Eldflaugin og Demanturinn eru áhrifarík og fagurfræðilega áhugaverð í rýminu Hugmyndin er heildstæð og tengist starfsemi Byggðastofnunar með skemmtilegri vísun í ferðalag og framþróun sem Eldflaugin táknar og áfangastað slíks ferðalags sem demanturinn táknar Verkin eru þrívíð og fjörug og taka á móti þeim sem inn í rýmið koma með form og litagleði Þau vekja áhuga, athygli og forvitni.


Upplýsingar um samkeppnina og dómnefndarálit má sjá á þessari síðu


Fréttalisti