9. ágúst 2019

Rýnifundur AÍ um hjúkrunarheimili á Höfn

Fimmtudaginn 15. ágúst kl. 12.00 heldur Arkitektafélag Íslands rýnifund um tillögurnar sem bárust í samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili á Höfn í Hornafirði. Rýnifundurinn verður haldinn í húsnæði LHÍ, Þverholti 11.

Niðurstöður í samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili á Höfn í Hornafirði lágu fyrir 20. júní síðastliðinn en alls bárust 17 tillögur í samkeppnina. Samkeppnin var opin hönnunarsamkeppni sem Framkvæmdasýsla ríkisins f.h. Heilbrigðisráðuneytis og Sveitarfélagsins Hornafjarðar stóðu að í samstarfi við Arkitektafélag Íslands.

Niðurstaða dómnefndar var eftirfarandi:

1. verðlaun – BASALT arkitektar. Höfundar: Ari Þorleifsson, byggingafræðingur BFÍ, Dagbjört Ásta Jónsdóttir, arkitekt FAÍ, Hrólfur Karl Cela, arkitekt FAÍ, Jón Guðmundsson, arkitekt FAÍ, Marcos Zotes, arkitekt FAÍ, Sigríður Sigþórsdóttir, arkitekt FAÍ. EFLA verkfræðistofa: Baldur Kárason, orkuverkfræðingur, Bjarni Jón Pálsson, byggingarverkfræðingur og Pétur Jónsson, landslagsarkitekt

2. verðlaun –ANDERSEN & SIGURDSSON ARKITEKTER. Höfundar: Ene Cordt Andersen, arkitekt MAA, Þórhallur Sigurðsson, arkitekt MAA, FAÍ, Kim Bendsen, arkitekt. Ráðgjafar: Carsten E. Holgaard, Steinar Sigurðsson, arkitekt FAÍ 3D aðstoð: Fractal Mind

3. verðlaun –ZEPPELIN arkitektar. Höfundar: Orri Árnason, Gréta Þórsdóttir Björnsson, Anna Aneta Bilska, Nicholas Crowley. Renderingar og myndvinnsla: Halldór Snorrason

Viðurkenningu hlutu A2F arkitektar og Sei Studio + Nicolas Fueyo.

Fundurinn fer fram 15. ágúst kl. 12.00-13.00 í húsnæði LHÍ, Þverholti 11, í kjallara hússins (gengið inn um aðaldyr og svo til hægri niður stigann). 


Fréttalisti