• Urban arkitektar ehf. og LOOP architects aps. hlutu 1. verðlaun í samkepni um hjúkrunarheimili Árborg

7. desember 2017

Rýnifundur - Hjúkrunarheimili í Sveitarfélaginu Árborg

Miðvikudaginn 13. desember kl. 17.00 munu dómnefndarfulltrúar fara yfir þær 17 tillögur sem bárust í samkeppni um hjúkrunarheimili í Sveitarfélaginu Árborg í A-sal Listaháskóla Íslands í Þverholti. Arkitektafélag Íslands stendur fyrir fundinum. 

Arkitektafélag Íslands stendur fyrir rýnifundi um þær 17 tillögur sem bárust í samkeppni um hjúkrunarheimili í Sveitarfélaginu Árborg miðvikudaginn 13. desember nk. kl. 17:00 í sal A í LHÍ. Samkeppnin var auglýst í maí á þessu ári, skilafrestur var 5. september sl. og var niðurstaða dómnefndar tillkynnt 24. október sl. Þeir sem hlutu fyrstu verðlaun voru Urban arkitektar ehf. og LOOP architects aps.

Í dómnefndaráliti segir meðal annars eftirfarandi:

Tillagan gerir ráð fyrir hringlaga húsi á tveimur hæðum. Aðkoma er úr suðri og um yfirbyggðan inngang, þaðan eru sjónræn tengsl um aflokað sameiginlegt garðrými. Ásýnd er lárétt, fáguð og látlaus. Hringnum er haganlega skipt upp í þrjú megin svæði. Á fyrstu hæð er aðkoma og þjónusturými ásamt tveimur heimiliseiningum og á annarri hæð eru þrjár heimiliseiningar. Heimiliseiningarnar tengjast um aðgengi að sameiginlegum útivistarsvæðum og lóðrétta samgönguása. Á 1. hæð er aðgengið út í garð en út á svalir á 2. hæð. Heildarskipulagið er skýrt og með björtum göngum. Hægt er að komast að hverri einingu án þess að fara um aðra þó svo að einn gangur tengi öll rými hvorrar hæðar. Höfundar loka af hverja álmu fyrir sig, tengja þau útivistarsvæðum og skapa þannig minni afmörkuð rými og heimilislegan brag. Sameiginleg svæði eru miðlæg og hægt er að samnýta svæði milli eininga. Útsýni er gott frá sameiginlegum rýmum.


Dómnefndarálitið í heild sinni má finna hér


Fréttalisti