• Samstarfssamningur

15. nóvember 2018

Samstarfssamningur Framkvæmdasýslu ríkisins og Ríkiskaupa

Forstjóri Framkvæmdasýslunnar, Guðrún Ingvarsdóttir, og forstjóri Ríkiskaupa, Halldór Sigurðsson, undirrituðu samning um verklag vegna þjónustu við útboð, innkaup, leiguverkefni og önnur verkefni sem stofnanirnar hafa samstarf um fimmtudaginn 14. nóvember 2018.

Markmið samnings þessa er að samræma verklag og miðlun þekkingar Ríkiskaupa og Framkvæmdasýslu ríkisins (FSR) við útboð FSR og önnur verkefni sem Ríkiskaup annast og aðstoða FSR við, svo sem rammasamninga, leiguverkefni, innflutning og aðra tilfallandi ráðgjöf eða þjónustu tengda opinberum innkaupum. Sameiginlegt markmið er að útboðsgögn og önnur gögn séu í samræmi við gildandi lög um opinber innkaup, nr. 120/2016, og lög um skipan opinberra framkvæmda, nr. 84/2001. Markmið samningsins er að Ríkiskaup veiti FSR bestu mögulegu þjónustu til samræmis við þjónustu við aðrar ríkisstofnanir og lög um opinber innkaup. 


Fréttalisti