20. maí 2019

Hjúkrunarheimili á Höfn: Sautján tillögur bárust

30. apríl síðastliðinn var lauk skilafresti í samkeppni um hönnun nýs hjúkrunarheimilis á Höfn í Hornafirði. 

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Heilbrigðisráðuneytisins og Sveitarfélagsins Hornafjarðar, standa fyrir byggingu hjúkrunarheimilisins sem staðsett verður við Víkurbraut á Höfn.

Um er að ræða 30 rýma hjúkrunarheimili, en hluti þess eru endurbætur á núverandi hjúkrunarheimili, Skjólgarði, sem nýbyggingin mun tengjast.

Tvö fyrirspurnartímabil voru í samkeppninni og lauk því fyrra 15. mars 2019 en því síðara 8. apríl 2019. Skilafrestur tillagna var til 30. apríl 2019, en dómnefnd stefnir að því að niðurstaða verði kynnt í júní.

Veitt verða þrenn verðlaun að heildarupphæð 8 milljónir kr. og þar af verða fyrstu verðlaun að lágmarki 4 m.kr.

Samkeppnin fer fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og er auglýst á EES. 


Fréttalisti