Síðustu mælingu stoða í snjóflóðagrindur á Siglufirði lokið
Búið er að mæla og ákveða lengdir á öllum stoðum í snjóflóðagrindur 3. áfanga snjóflóðavarna ofan byggðar á Siglufirði.
Verkið felur í sér að setja upp stoðvirki úr stáli (e. snow bridges) á upptakasvæðum snjóflóða til snjóflóðavarna í N-Fífladölum ofan byggðar á Siglufirði. Þetta er 3. áfangi framkvæmda við uppsetningu stoðvirkja á Siglufirði. Um verkhönnun sá Verkís hf. Útboð fór fram í maí 2015. Samið var við Köfunarþjónustuna ehf. Verktaki hóf störf í fjallinu í lok ágúst 2015. Unnið var áfram sumarið 2016 og gekk framkvæmdin vel. Framkvæmdir héldu áfram á árinu 2017 var unnið fram í miðjan október og gengu mjög vel. Áætlað er að verkinu ljúki á tilsettum tíma í haust.