20. apríl 2020

Sjálfbærni í byggingariðnaði - ókeypis fyrirlestrar i fjarnámi

Iðan og Grænni byggð bjóða upp á ókeypis námskeið í sjálfbærni fyrir byggingariðnaðinn. Námskeiðið verður haldið 29. apríl kl. 9 árdegis.

Námskeiðið er fyrir alla sem koma að hönnun og framkvæmd verkefna í bygginga- og mannvirkjagerð. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um hvernig stuðla megi að aukinni sjálbærni í greininni og þar með að vistvænni byggingaraðferðum.

Um er að ræða fjóra fyrirlestra sem eru:

  1. Sjálfbærni í mannvirkjagerð - almenn yfirferð
  2. Stig - Ný sjálfbærni viðmið Evrópusambandins (Levels)
  3. Bundið - kolefni (Embodied carbon)
  4. Hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði - áskoranir og möguleikar

Leiðbeinendur eru Ragnar Ómarsson byggingafræðingur, stjórnarformaður Grænni byggðar og Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir orku- og umhverfisverkfræðingur og framkvæmdastjóri Grænni byggðar.

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Grænni byggð sem er vettvangur um sjálfbæra þróun byggðar.

Skráning á námskeiðið fer fram á vefsvæði Iðunnar.


Fréttalisti