• Veröld - hús Vigdísar

19. apríl 2017

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hefur fengið nafnið „Veröld – hús Vigdísar“

Tilkynnt var um úrslit í samkeppni um nafn nýbyggingar fyrir kennslu í erlendum tungumálum (stofnun Vigdísar Finnbogadóttur) við athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands í gær 18. apríl. Húsið hlaut nafnið „Veröld - hús Vigdísar“.

Nafnið er er samsett úr tveimur tillögum sem bárust, annars vegar „Veröld“ og hins vegar „Hús Vigdísar“.

Tvær tillögur bárust um nafnið Veröld, frá þeim
Huldu Egilsdóttur og Sveini V. Ólafssyni.

Tillögu um viðbótina, hús Vigdísar, áttu fimm konur, þær Ingunn Björnsdóttir, Jónína Hallgrímsdóttir, Kristín Helgadóttir Ísfeld, Sesselja Friðgeirsdóttir og Sigríður B. Guðjónsdóttir.

Sjá nánar frétt á vef HÍ:
Nýtt tungumálahús fær nafnið Veröld – hús Vigdísar


Fréttalisti