Sýning Gagarín á Þingvöllum fær tvenn alþjóðleg verðlaun
Margmiðlunarfyrirtækið Gagarín vann nýverið til tvennra alþjóðlegra verðlauna fyrir margmiðlunarsýningu sína í Gestastofunni á Hakinu á Þingvöllum, sem FSR hafði umsjón með fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Sýningin var opnuð haustið 2018 og hefur notið mikilla vinsælda gesta þjóðgarðsins.
Margmiðlunarfyrirtækið Gagarín vann nýverið til tvennra alþjóðlegra verðlauna fyrir margmiðlunarsýningu sína í Gestastofunni á Hakinu á Þingvöllum, sem FSR hafði umsjón með fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Sýningin var opnuð haustið 2018 og hefur notið mikilla vinsælda gesta þjóðgarðsins.
Red dot verðlaunin hafa verið veitt af hönnunarmiðstöðinni í Westfalen í Þýskalandi árlega frá árinu 1955. Verðlaunin eru veitt fagfólki í hönnun sem þykir hafa sýnt framúrskarandi árangur með verkum sínum. Verðlaunin eru meðal virtustu hönnunarverðlauna heims.
Hönnuðir Gagarín fengu verðlaun í tveimur flokkum, fyrir notendaupplifun og viðmót – og fyrir upplýsingahönnun. Sýningunni er ætlað að kynna almenning á 21. öldinni fyrir þungamiðju Þingvalla í íslenskri sögu og náttúrufari.
Gestastofa þjóðgarðsins á Þingvöllum á Hakinu var reist árið 2002 og var 212 m². 1057 m² nýbygging var reist árið 2018, til að mæta sívaxtandi ferðamannastraumi á Þingvelli. Í nýbyggingunni er nýr aðalinngangur, fjölnotasalur sem getur meðal annars verið fyrirlestrar- eða kvikmyndasalur, kennslustofa, fundarherbergi og skrifstofa, en í stærsta hluta nýbyggingar er sýningarsalur þar sem sett hefur verið upp meðal annars sýning Gagarín sem nú hefur hlotið þessi merku verðlaun.
Helstu samstarfsaðilar Gagarín við gerð sýningarinnar voru:
Sýningarhönun: Gagarín, Gláma-Kím, Visionis
Hönnun sýningarsvæðis: Gagarín, Gláma-Kím
Grafísk hönnun, teikningar og miðar: Gagarín
Viðmótshönnun: Gagarín
Sýningarstjórn: Visionis
Handrit: Álfheiður Ingadóttir, Bryndís Sverrisdóttir, Torfi S. Jónsson
Lýsingarhönnun: Páll Ragnarsson
Hljóð og myndtækni: Origo