Tækifæri til aukinnar skilvirkni rædd í Edinborg
Nýverið fór ársþing PuRE-net fram í Edinborg. Framkvæmdasýslan gerðist aðili að samtökunum í ágúst 2018 fyrir Íslands hönd. Þáttakendur frá Íslandi nú voru FSR, Ríkiseignir og fjármálaráðuneyti. Er þetta í fyrsta skipti sem Ísland á fulltrúa á þinginu. Yfirskrift þingsins var "Erum við klár í framtíðina"
PuRE-net eru evrópsk samtök stofnana sem byggja og hafa umsjón með fasteignamálum opinberra aðila. Markmið samtakanna er að miðla upplýsingum um bætta starfshætti á sviði byggingu, rekstrar og umsjónar mannvirkja í eigu eða notkun opinberra aðila. Þing samtakanna er sótt af stjórnendum ríkisstofnana og fyrirtækja á þessu sviði.
Umræðuefni þingsins voru meðal annars verkefnamiðað vinnuumhverfi, aukið hagræði í rekstri fasteigna hins opinbera og stefnumótun í byggingu, viðhaldi og meðhöndlun eignasafna á vegum ríkja. Á þinginu var einnig ítarlega fjallað um skyldu og tækifæri opinberra aðila til að lágmarka kolvetnisspor vegna húsnæðis. .Þá voru ýmsar leiðir til að ná hámarksárangri í rekstri eignasafna opinberra aðila skoðaðar, en íslenska ríkið er til að mynda stærsti fasteigna- og landeigandi landsins.
Umræða þingsins varpar ljósi á möguleika til að bæta þjónustu
opinberra stofnana, á sama tíma og nútímatækni er notuð til að lækka kostnað og
minna sóun.