• Thyrluflug
  • Thyrluflug2
  • Grindur3

18. júlí 2018

Þyrluflug með snjóflóðavarnir á Siglufirði

Í gær hóf Köfunarþjónustan ehf. flug með snjóflóðagrindur í Hafnarfjall á Siglufirði. Gert er ráð fyrir að flugið taki 3-4 daga. 

Þá er lokið mjög stórum hluta af 3. áfanga í uppbyggingu stoðvirkja í Fífladölum í Hafnarfjalli. Hæðstu grindurnar eru tæpir 5 metrar á hæð. 

Um verkhönnun sá Verkís hf. Útboð fór fram í maí 2015. Samið var við Köfunarþjónustuna ehf. Verktaki hóf störf í fjallinu í lok ágúst 2015. Unnið var áfram sumarið 2016 og gekk framkvæmdin vel. Framkvæmdir héldu áfram á árinu 2017 var unnið fram í miðjan október og gengu mjög vel. Áætlað er að verkinu ljúki á tilsettum tíma í september 2018.

Ljósmyndirnar tók Sigurður Hlöðversson, verkefnastjóri FSR.


Fréttalisti