Tryggingastofnun flytur í Kópavog
Áætlað er að Tryggingastofnun flytji í leiguhúsnæði að Hlíðasmára 11, Kópavogi, í nóvember 2018
Ástæða flutninga Tryggingastofnunar er sú að mygla fannst í núverandi húsnæði við Laugaveg.
Á árinu 2017 var unnin þarfagreining og húsrýmisáætlun fyrir stofnunina og síðan, í framhaldi af því, frumathugun. Auglýst var eftir húsnæði í janúar 2018 og varð Hlíðasmári 11 fyrir valinu.
Stærð húsnæðisins er um 2.600 fermetrar.
Stjórn verkefnisins er í höndum FSR.
Verkkaupi er fjármála- og efnahagsráðuneytið.
Sjá má nýlega umfjöllun Morgunblaðsins um verkefnið hér.