Umhverfisvæn bygging í íslensku samhengi
Góð mæting var á vinnustofuna „Hvað er umhverfisvæn bygging í íslensku samhengi“ í síðustu viku sem Grænni byggð, Efla, Mannvit, Verkís og VA Arkitektar stóðu fyrir.
Hátt í 70 manns tóku þátt í vinnustofunni 6. september síðastliðinn, þar á meðal forstjóri FSR ásamt nokkrum starfsmönnum stofnunarinnar, og skapaðist góð þverfræðileg umræða um umhverfismál í íslenskum byggingariðnaði. Nú hafa allir hópstjórar vinnustofunnar mikið af efni til þess að vinna áfram með fyrir samantekt í samstarfi við þátttakendur.
FSR hefur lengi verið aðili að Grænni byggð (áður Vistbyggðarráði) sem er vettvangur bygginga- og skipulagsgeirans á sviði vistvænnar þróunar og starfar að fyrirmynd alþjóðlegu samtakanna Green Building Council.
Olga Árnadóttir, verkefnastjóri umhverfismála hjá FSR, tók ljósmyndir frá vinnustofunni.