Umsóknarfrestur um starf forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins er liðinn
Alls bárust 27 umsóknir og er úrvinnsla hafin.
Skipuð hefur verið ráðgefandi hæfninefnd sem mun koma að úrvinnslu umsókna og mati á umsækjendum. Í hæfninefndinni eru Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt, Stefán B. Veturliðason verkfræðingur og Aldís Stefánsdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Með nefndinni starfar einnig Jóna Björk Sigurjónsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent.
Fjármála- og efnahagsráðherra skipar í embættið til fimm ára í senn.