Uppsetning snjósöfnunargrinda og vindkljúfa á Patreksfirði fer vel af stað
Efni í snjósöfnunargrindur, vindkljúfa og vinnubúðir var híft upp með þyrlu á fjallið fyrir ofan Brellur á Patreksfirði á sunnudaginn.
Efni í tvær 120 m langar snjósöfnunargrindur, fimm vindkljúfa og vinnubúðir var híft upp með þyrlu á fjallið fyrir ofan Brellur á Patreksfirði á sunnudaginn. Til stendur að setja varnirnar upp á næstu sex vikum til að minnka snjósöfnun á upptakasvæðum annars vegar og draga úr hengjumyndun við upptakasvæðin hins vegar.
Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) hefur umsjón og eftirlit með verkefninu fyrir hönd Vesturbyggðar. Meðfylgjandi myndir tók verkefnastjóri FSR á staðnum.