• Husnaedisthing-mynd_1540988815982

31. október 2018

Upptökur frá Húsnæðisþingi 2018

Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSR, hélt erindi sem nefnist Sjónarhorn framkvæmdaaðila undir liðnum Fasteignamarkaðurinn á árlegu Húsnæðisþingi sem velferðarráðuneytið og Íbúðalánasjóður stóðu fyrir í gær. Upptökur frá þinginu með öllum erindunum eru nú aðgengilegar. 

Velferðarráðuneytið og Íbúðalánasjóður stóðu fyrir árlegu Húsnæðisþingi sem haldið var í annað sinn í gær, 30. október 2018, á Hilton Reykjavík Nordica. 

Fjallað var um fasteigna- og leigumarkaðinn, aðkomu stjórnvalda og áhrif áætlunargerðar á húsnæðisbyggingu. Þá var kastljósinu sérstaklega beint að húsnæðismálum annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á landsbyggðinni.

Upptökur frá Húsnæðisþinginu má finna hér


Fréttalisti