Úrgangsstjórnun í vottuðum verkefnum
Úrgangsstjórnun á verkstað er einn af þeim þáttum sem metnir eru í vistvottunarkerfinu BREEAM sem Framkvæmdasýslan styðst við í öllum stærri verkefnum á vegum stofnunarinnar.
Úrgangsstjórnun á verkstað er einn af þeim þáttum sem metnir eru í vistvottunarkerfinu BREEAM sem Framkvæmdasýslan styðst við í öllum stærri verkefnum á vegum stofnunarinnar. Í því felst að aðalverktaki skuldbindur sig og undirverktaka til þess að vinna samkvæmt kröfum sem settar eru fram í BREEAM kerfinu. Verktaki skal meðal annars móta umhverfis- og öryggisstefnu og útnefna ábyrgðaraðila umhverfis- og öryggismála á verkstað.
Úrgangsstjórnun á verkstað felur meðal annars í sér að verktaki skilgreini markmið í úrgangsmálum og vinni að því að lágmarka úrgangsmyndun og flokki nær allan byggingarúrgang á verkstað. Í nýjustu verkefnum FSR er gerð krafa um að endurnýtingarhlutfall hættulauss byggingarúrgangs frá verkstað skuli vera 95%. Í lok verks skal verktaki skila inn skýrslu sem inniheldur meðal annars upplýsingar um það hvernig úrgangsstjórnun var háttað á framkvæmdatíma, ásamt því að gera grein fyrir heildarmagni úrgangs samanborið við sett markmið.
Í BREEAM vottuðum verkefnum á vegum FSR skal verktaki flokka byggingarúrgang í eftirfarandi flokka:
- Málmar og brotajárn
- Timbur
- Plast
- Steinefni
- Bylgjupappa
- Spilliefni
- Rafhlöður
- Rafgeyma
- Gifsplötur
- Jarðvegsúrgang