Útboðsþing Samtaka iðnaðarins var vel sótt
Fulltrúar 10 opinberra aðila kynntu fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árlegu útboðsþingi Samtaka iðnaðarins.
Guðrún Ingvarsdóttir, nýskipaður forstjóri FSR, fór yfir áætlaðar verkframkvæmdir ríkisins á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 26. janúar síðastliðinn. Samtals eru áætluð útboð á árinu 2018 á vegum ríkisins 12,9 milljarðar króna. Sú upphæð var 11,3 milljarðar króna árið 2017. Útboðsþingið var vel sótt en þátttakendur voru hátt í 200.
Heildarupphæðir fyrirhugaðra framkvæmda annarra opinberra aðila sem kynntar voru á þinginu eru:
- Reykjavíkurborg 18 milljarðar króna
- OR Veitur 6,9 milljarðar króna
- Orka náttúrunnar 4,3 milljarðar króna
- Landsvirkjun 8,6 milljarðar króna
- Landsnet 9 milljarðar króna
- Faxaflóahafnir 2,1 milljarðar króna
- Kópavogsbær 3,7 milljarðar króna
- ISAVIA 2,5 milljarðar króna
- Vegagerðin 11 milljarðar króna