• Myndin var tekin á Verk og vit 2016.

7. mars 2018

Verk og vit 2018

Stórsýningin Verk og vit verður haldin í fjórða sinn dagana 8.–11. mars 2018 í Laugardalshöll. 

Á Verk og vit kynna um 120 sýnendur, fyrirtæki og stofnanir vörur sínar og þjónustu sem tengjast íslenskum byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð. 

Framkvæmdaaðili sýningarinnar er AP almannatengsl en samstarfsaðilar eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins, BYKO og Landsbankinn.

Nánari upplýsingar og dagskrá er að finna á vefsíðu Verk og vit hér.


Fréttalisti