Verkefnamiðað vinnuumhverfi Sjúkratrygginga
Sjúkratryggingar Íslands flutti alla starfsemi sína við Vínlandsleið nýlega þar sem starfsfólk er í teymisrýmum.
Starfsfólk Sjúkratrygginga Íslands flutti alla starfsemi sína við Vínlandsleið nýlega. Áður var starfsemin á tveimur stöðum, annars vegar við Rauðarárstíg og hins vegar við Vínlandsleið. Sjúkratryggingar er fyrsta ríkisstofnunin til að innleiða verkefnamiðað vinnuumhverfi og við breytingarnar minnkaði vinnurými starfsmanna um 1 þúsund fermetra.
Allir starfsmenn hafa aðgang að læstum skáp, geta pantað kyrrðar- eða fundarherbergi og valið sér sæti eftir því hvaða verkefni þeir eru að fara að takast á við hverju sinni. Starfsmenn hafa ekki fasta starfsstöð og skilja hverju sinni við hana eins og þeir komu að henni.
Umsjón, þarfagreining, húslýsing, ráðgjöf og eftirlit verkefnisins var á höndum FSR.