Vígsla nýs húsnæðis hjá Vinnueftirlitinu í dag
Vinnueftirlitið er flutt í nýtt húsnæði að Dvergshöfða 2
Nýtt leiguhúsnæði aðalskrifstofu Vinnueftirlits ríkisins er vel staðsett á höfuðborgarsvæðinu og í góðum tengslum við helstu umferðaræðar. Hinn leigði eignarhluti er á 7. og 8. hæð hússins að Dvergshöfða 2, ásamt hálfri 2. hæðinni og hluta í kjallara. Það er samtals um 1.598 m² og skiptist í séreign sem er um 1.495 m² og um 103 m² sameign. Auk hlutdeildar í sameign hússins fylgir hlutdeild í lóðarréttindum og bílastæðum.
Umsjón, frumathugun, þarfagreining, húslýsing og ráðgjöf var í höndum Gíslínu Guðmundsdóttur, verkefnastjóra FSR.
Leigusamningur / hönnunarferli ráðgjöf, umsjón og eftirlit var í höndum Ármanns Óskars Sigurðssonar, verkefnastjóra FSR.
Í tilefni af vígslunni í dag hefur FSR gefið út einblöðung við vígslu mannvirkis, svokallað upplýsingablað mannvirkis sem finna má hér.