• Ljósmynd: Vigfús Birgisson

19. mars 2018

Vilt þú taka þátt í framþróun byggðs umhverfis?

Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) óskar eftir að ráða tvo metnaðarfulla einstaklinga sem eru tilbúnir til að takast á við krefjandi og skapandi verkefni á jákvæðan og faglegan hátt.

Í boði eru fjölbreytt verkefni og sveigjanleiki í starfi hjá stofnun sem er í fararbroddi á sviði verklegra framkvæmda. 

Verkefnastjóri - umhverfismál

Um er að ræða fullt starf en til greina kemur hlutastarf.

Starfssvið

  • Miðlun þekkingar og reynslu FSR á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja, innan stofnunar sem utan
  • Umsjón með umhverfisvottunarkerfum FSR
  • Skilgreining viðmiða fyrir vistvænar áherslur í mannvirkjagerð
  • Rýni gagna frá ráðgjöfum og verktökum
  • Almenn verkefnastjórnun
  • Þróun og innleiðing á frumkvæðisverkefnum
  • Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf í arkitektúr, verk-, tækni- eða byggingafræði. Meistarapróf er kostur
  • Þekking á vistvænni hönnun í mannvirkjagerð
  • Þekking á BREEAM er skilyrði
  • Þekking á öðrum umhverfisvottunarkerfum er kostur
  • Reynsla af verklegum framkvæmdum er kostur
  • Leiðtogahæfileikar og brennandi áhugi á vistvænni hönnun
  • Þekking á BIM er kostur
  • Frumkvæði og ögun í vinnubrögðum
  • Jákvætt viðmót og færni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni í tjáningu í ræðu og riti

Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2018

Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á vef Capacent, www.capacent.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) og  Andri Hrafn Sigurðsson (andri.sigurdsson@capacent.is) hjá Capacent ráðningum. 

Verkefnastjóri í mannvirkjagerð

Um er að ræða fullt starf.

Starfssvið

  • Verkefnastjórnun í framkvæmdaverkefnum á vegum FSR
  • Umsjón með áætlunargerð í hönnunarferli og/eða verklegum framkvæmdum
  • Ráðgjöf til ráðuneyta og stofnana um húsnæðismál og verklegar framkvæmdir
  • Gerð samninga og eftirfylgni þeirra
  • Rýni útboðsgagna og gerð umsagna um áætlunargerð
  • Þróun og innleiðing á frumkvæðisverkefnum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf í arkitektúr, verk-, tækni- eða byggingafræði. Meistarapróf er kostur
  • Reynsla af hönnun og/eða verklegum framkvæmdum
  • Reynsla af verkefnastjórnun á sviði hönnunar og/eða verklegra framkvæmda er kostur
  • Þekking á notkun hönnunarhugbúnaðar
  • Þekking á BIM og á hugmyndafræði vistvænnar hönnunar er kostur
  • Frumkvæði og ögun í vinnubrögðum
  • Jákvætt viðmót og færni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni í tjáningu í ræðu og riti

Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2018

Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á vef Capacent, www.capacent.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) og  Andri Hrafn Sigurðsson (andri.sigurdsson@capacent.is) hjá Capacent ráðningum. 

Framkvæmdasýslan er leiðandi afl á sviði opinberra framkvæmda. Markmið okkar er að bæta verklag og auka skilvirkni, hagkvæmni og gæði við framkvæmdir ríkisins. FSR er í fararbroddi við að innleiða vistvænar vinnuaðferðir og upplýsingalíkön mannvirkja (BIM) í byggingariðnaði á Íslandi. FSR vinnur samkvæmt vottuðu gæðastjórnunarkerfi ISO 9001 og er stöðugt unnið að því að auka gæði í starfsemi stofnunarinnar.

Lögð er áhersla á að starfsfólk sýni frumkvæði, fagmennsku og þjónustulund, njóti sín í starfi og hafi möguleika á að auka þekkingu sína og reynslu með markvissum hætti. FSR er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar báðum kynjum og eru áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, hvattir til að sækja um.


Fréttalisti