Málþing um grænni byggð
Stórglæsileg dagskrá er komin fyrir Vistbyggðardaginn / Málþing um grænni byggð fimmtudaginn 26. apríl nk. í Veröld - húsi Vigdísar. Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSR, verður með erindi ásamt öðrum innlendum og erlendum fagaðilum.
Dagskrá
- 13:00 Velkomin Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vistbyggðarráðs
- 13:05 Green Building developments in Denmark Mette Qvist, framkvæmdastjóri Green Building Council Denmark
- 13:35 Grænar áherslur Framkvæmdasýslu ríkisins – nútíð og framtíð Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar
- 13:50 Græn bygging í íslensku samhengi ÓIafur H. Wallevik, prófessor við HR og forstöðumaður Rb. hjá Nýsköpunarmiðstöð
- 14:00 Grænar áherslur í Reykjavík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
- 14:15 Green urban planning, new developments and ideas for Reykjavík, Eric Holding, architect and urban designer
- 14:45 Kaffihlé / Coffee Break
- 15:00 Minni sóun, vistvæn þróun Þórður Karlsson, gæða- og öryggisstjóri Íslenskra aðalverktaka (ÍAV)
- 15:15 Ógöngur í bílaborg Gísli Marteinn Baldursson borgarfræðingur
- 15:30 Græn Búseta til framtíðar Ágústa Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Búsetu
- 15:40 BREEAM vottun og umhverfisáherslur Helga Jóhanna Bjarnadóttir, Efla Elín Vignisdóttir, Verkís, Sandra Rán Ásgrímsdóttir, Mannvit
- 16:05 Reynsla IKEA: Bygging Svansvottaðs fjölbýlishúss Guðný Kamilla Aradóttir, markaðsumhverfisfulltrúi IKEA
- 16:15 Staðan og framtíðaráskoranir í byggingariðnaði Bryndís Skúladóttir, Samtök iðnaðarins
- 16:30 Léttar veitingar / Aðalfundur Vistbyggðarráðs klukkan 17
Vistbyggðardagurinn er skipulagður í samstarfi við Framkvæmdasýslu ríkisins, Mannvirkjastofnun og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Hægt er að skrá sig hér.
Verð 6.000 kr. fyrir aðila að Vistbyggðarráði, 9.000 kr. fyrir aðra, 2.000 kr. fyrir háskólanema.