15. september 2020

Endurbætur og viðhald fasteigna Ríkiseigna aukast vegna fjárfestingaátaks stjórnvalda

Í samræmi við sérstakt fjárfestingaátak stjórnvalda, gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar, hafa framkvæmdaverkefni Ríkiseigna, sem lúta að endurbótum og viðhaldi fasteigna aukist um 1,6 milljarða króna frá því sem áður var áætlað.

Í samræmi við sérstakt fjárfestingaátak stjórnvalda, gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar, hafa framkvæmdaverkefni Ríkiseigna, sem lúta að endurbótum og viðhaldi fasteigna aukist um 1,6 milljarða króna frá því sem áður var áætlað.

Viðbótarverkefnin ná m.a. til lögreglu-og sýslumannsembætta, framhaldsskóla og heilbrigðisstofnana víðsvegar um landið. Meðal þessara verkefna Ríkiseigna má nefna utanhússframkvæmdir á Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, endurnýjun klæðingar Menntaskólans við Laugarvatn og innanhússbreytingar sjúkrahússins í Stykkishólmi. Öll þessi verkefni eru vel á veg komin og samræmast áherslum stjórnvalda um að styðja við atvinnulífið og stuðla að aukinni framleiðni.


Fréttalisti